Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. júlí 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM í dag - Heimamenn í hættu - Danir kynnast Króötum
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið heldur áfram að vera í fullu fjöri á RÚV eftir magnaða byrjun á 16-liða úrslitunum í gær.

Tíu mörk voru skorað í leikjum gærdagsins, þar sem Frakkland og Úrúgvæ höfðu betur gegn Argentínu og Portúgal.

Áhorfendur vona eflaust að markaveisla gærdagsins endurtaki sig í dag og horfa þá aðallega til viðureignar Spánar gegn heimamönnum í Rússlandi.

Ekki er hægt að búast við mörgum mörkum í síðari leik dagsins, þar sem Króatar mæta Dönum í miklum baráttuleik.

Danir og Króatar þekkjast mjög lítið, en þjóðirnar mættust síðast í keppnisleik 1997 og höfðu Danir betur, 3-1.

Leikir dagsins:
14:00 Spánn - Rússland (RÚV)
18:00 Króatía - Danmörk (RÚV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner