Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. júlí 2018 17:12
Elvar Geir Magnússon
James gæti spilað gegn Englandi
Meiðsli James eru ekki eins alvarleg og óttast var.
Meiðsli James eru ekki eins alvarleg og óttast var.
Mynd: Getty Images
Meiðsli Kólumbíumannsins James Rodriguez eru ekki eins alvarleg og óttast var. Hann gæti spilað gegn Englandi á þriðjudagskvöld í 16-liða úrslitum HM í Rússlandi.

James var markakóngur HM 2014 en hann meiddist í sigri gegn Senegal fyrir helgina.

James fór í skoðun þar sem kom í ljós að hann væri með minniháttar bólgu vegna uppsöfnun vökva í hægri fæti. Hann sé ekki með vöðvameiðsli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Kólumbíu.

James byrjaði ekki fyrsta leik Kólumbíu á mótinu, gegn Japan, vegna lítilháttar meiðsla í kálfa.

Kólumbíumenn eru nú bjartsýnir á að James geti komið við sögu gegn Englendingum en leikurinn verður 18 á þriðjudaginn. Hann fer fram í Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner