Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 01. júlí 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona: Messi getur þetta ekki einn
Mynd: Getty Images
Diego Armando Maradona var meðal áhorfenda er Argentína tapaði 4-3 gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gær.

„Það er sárt að sjá enn eitt heimsmeistaramótið fara í súginn. Sóknarlína sem er mynduð af Di Maria, Messi og Pavon er ekki nægilega öflug," sagði Maradona eftir tapið gegn Frökkum.

„Þetta eru leikmenn sem geta skapað færi upp úr þurru, en þeir eru ekki með markanefið sem þarf í svona leikjum. Þeir pressa ekki á miðverðina, þeir bíða ekki eftir boltanum í vítateignum."

Maradona, sem vann mótið með Argentínu 1986, telur vandamál liðsins í dag felast í því að það er treyst alltof mikið á Lionel Messi.

„Við kunnum ekki að sækja, við vitum ekki hvað við eigum að gera við boltann. Fyrirgjafir Pavon sköpuðu til dæmis engin vandamál fyrir Frakka. Það var enginn til að skalla boltann inn.

„Messi var mjög einangraður í leiknum. Hann spilaði of langt frá vítateignum og náði ekki að láta ljós sitt skína því hann var alltaf með mann límdan á sér.

„Messi getur þetta ekki einn, stærsta vandamál landsliðsins er að það treystir alltof mikið á einn leikmann."


Maradona stýrði argentínska landsliðinu á heimsmeistaramótinu 2010. Argentína tapaði 4-0 fyrir Þýskalandi í 16-liða úrslitunum það árið.
Athugasemdir
banner
banner