Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. júlí 2018 15:04
Elvar Geir Magnússon
Sá elsti til að skora sjálfsmark á HM
Markið kom á 12. mínútu leiksins.
Markið kom á 12. mínútu leiksins.
Mynd: Getty Images
Rússneski varnarmaðurinn Sergei Ignashevich setti neikvætt met í dag þegar hann varð elsti leikmaðurinn til að skora sjálfsmark á heimsmeistaramóti í fótbolta.

Ignashevich sýndi varnarleik sem er ekki sæmandi á HM þegar boltinn fór af fæti hans og í eigið mark. Spánverjar komust yfir með markinu.

Ignashevich var í baráttunni við Sergio Ramos, horfði ekkert á knöttinn og snéri baki í fyrirgjöfina sem fór af honum og inn.

Ignashevich er 38 ára og 352 daga gamall. Hann leikur með CSKA Moskvu og á 125 landsleiki á ferli sínum.

Staðan í leik Spánar og Rússa í 16-liða úrslitum HM er 1-1 þegar þetta er skrifað en Rússar jöfnuðu úr vítaspyrnu. Örfáar mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner