Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Sjö óvænt lið berjast um sæti í úrslitaleiknum
Er stund Englendinga loksins runnin upp?
Er stund Englendinga loksins runnin upp?
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefur verið afar áhugavert hingað til og er nóg eftir.

Aðeins þremur af átta leikjum 16-liða úrslitanna er lokið og er ljóst að landslið sem eru yfirleitt talin til smærri liða heimsmeistaramótsins gætu farið alla leið í úrslitaleikinn.

Eins og staðan er núna eru þrettán lið sem geta enn komist í úrslitaleikinn, sex leika öðru megin í útsláttarkeppninni og sjö hinu megin.

Liðin sjö sem eru að keppast um sæti í úrslitaleiknum koma vægast sagt á óvart, en aðeins tvö þeirra hafa spilað úrslitaleik í sögu heimsmeistaramótsins.

England komst síðast í úrslitaleikinn á HM 1966 og þar áður voru Svíar í úrslitaleiknum 1958.

Rússar, Króatar, Danir, Svisslendingar og Kólumbíumenn hafa aldrei spilað í úrslitum mótsins.

Hinn helmingur útsláttarkeppninnar er talsvert grimmari, þaðan sem Argentína og Portúgal hafa þegar verið send heim.

Frakkland og Úrúgvæ eru komin í 8-liða úrslitin en Brasilía og Belgía eiga enn eftir að keppa við Mexíkó og Japan.

Frakkland, Úrúgvæ og Brasilía hafa öll unnið HM og eru Belgar með gífurlega sterkan hóp í ár. Þá má ekki gleyma Mexíkó sem lagði ríkjandi heimsmeistara Þýskalands að velli í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner