mán 01. júlí 2019 12:50
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í toppslag KR og Breiðabliks
KR er á toppnum fyrir leikinn í kvöld.
KR er á toppnum fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hvað gera Blikar í Vesturbæ?
Hvað gera Blikar í Vesturbæ?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaupi spáir KR sigri.
Gaupi spáir KR sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KR og Breiðablik mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla í kvöld klukkan 19:15 á Meistaravöllum.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir kvöldið.



Máni Pétursson, Pepsi Max mörkin
Blikarnir vinna í frábærum leik. Blikarnir eru svo miklu þroskaðari en þeir voru í fyrra og óhræddir. Þeir munu ekki koma til að fá stig heldur sækja til sigurs. Eina sem kemur í veg fyrir Blika sigur eru KR stuðingsmenn sem hafa verið frábærir í sumar. Ef Blika stuðningsmenn bjóða upp á helmingin af þeirri orku sem stuðningsmenn KR eru að bjóða uppá er þetta save Blika sigur.

Helgi Seljan, RÚV
Þetta verður geggjaður leikur, það er eiginlega það eina sem er öruggt. Blikarnir vinna hins vegar og ég spái því að ÍK/HK-ingarnir í mörkum beggja liða sýni sjónvarpz. Aron Bjarnason mun væntanlega þykjast fara upp í hornið en leggjann fyrir hægri og mátann í vinklana uppi og niðri. Og Kolbeinn Þórðarson, hann er sko frændi konunnar minnar; hann mun ríða baggamuninn í sigri Blikanna. Óskar Örn mun rispa alla þrjá boltana á skeytunum utanverðum en annað ekki. Sem betur fer. Boga vegna vona ég að þetta verði ekki burst.

Guðjón Guðmundsson (Gaupi), Stöð 2 Sport
Þetta verður alvöru leikur. Eins og sást í gær þá eru KR-ingar að taka þetta allt saman á einu bretti. Ég held að þetta verði hörkuleikur og líklegasta niðurstaðan er jafntefli. Eitthvað segir mér þó að KR-ingar taki þetta í kvöld. Það er mikill byr með KR. Þeir eru með besta markmanninn og besta leikmanninn í Óskari Erni Haukssyni sem er í hörkuformi. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Blika sem eru líka með frábært lið.

Magni Fannberg, AIK
Fyrst og fremst vonast ég eftir fullri stúku og alvöru stemningu á pöllunum. Vonandi að allir Blikar og KR-ungar fjölmenni á völlinn.
Það á þetta Íslandsmót og ekki minnst liðin skilið. Leikir þessara liða síðustu ár hafa einkennst af fáum mörkum og jöfnum leikjum. Ég spái því að í kvöld fáum við að sjá jafnan leik með fleiri mörkum en síðustu ár. Gunnleifur og Beitir þurfa nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og lokatölur verða 2-2 í leik sem verður talað um sem leikur ársins hingað til.

Elísa Viðarsdóttir, Valur
KR koma fullir sjálfstrausts eftir sterkan sigur á FH í síðustu umferð. Þetta verður hádramantískur leikur þar sem mörg spjöld munu fara á loft og mikið verður tuðað. Margir tuðkóngar samankomnir á fáum fermetrum. Leikurinn mun fara rólega af stað en það mun fljótlega hitna í mönnum, þetta verður skemmtilegur leikur tveggja skemmtilegra liða en KR klára þetta 2-1.

Jóhann Skúli Jónsson, Draumaliðið
Ég held að við munum fá hundleiðinlegan mood killer í Vesturbænum í kvöld. Tveir þjálfarar sem elska að koma hægt og rólega inn í leiki og þiggja punkta sem þeim eru gefnir við réttar kringumstæður. Arnar Sveinn Geirsson er tæpur fyrir leikinn en hann átti herfilega frammistöðu á laugardaginn sem kaddíinn minn í fótboltagolfi, frammistaða sem myndi sitja lengi í hugarheimum sterkustu leikmanna. Ég held þó að hann sé sterkari andlega en meðalmaðurinn og nái að koma sér í andlegt stand fyrir leikinn en verði þó passívur. Að sama skapi hefur Arnþór Ingi fengið mikið umtal upp á síðkastið en það hefur oftar en ekki stigið honum til höfuðs í gegnum árin. Það má því segja að í kvöld séu að mæta til leiks tvö lið með brothætta leiðtoga og því giska ég á að liðin skipti með sér tveimur stigum í leik sem fer 1-1. Guðjón Pétur kemur Breiðablik yfir og Pálmi jafnar úr víti um miðbik seinni hálfleiks.

Orri Sveinn Segatta, Fylkir
2-1 Fyrir KR. Blikar munu mæta grimmir til leiks og komast snemma yfir með marki frá Högga. Í seinni hálfleik mun framlengingin á fimmtudaginn hafa áhrif á Blikana ásamt því að Rúnar tekur rosalega halfleiks ræðu og Ægir Jarl setur tvö í lok leiks.

Kristján Jónsson, Morgunblaðið
Deildin hefur spilast þannig að nánast vonlaust er að spá rétt fyrir um úrslit. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að þetta gæti orðið jafntefli. Segjum bara 2:2 enda er hlutfallslega frekar sjaldgæft að lið haldi hreinu í deildinni. Verði úrslitin jafntefli þá er áframhaldandi spenna á milli þessara liða í toppbaráttunni og það væri fínt fyrir deildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner