Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Guðna tók tvö met af Atla Viðari í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason kom inn á sem varamaður þegar FH gerði markalaust jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Atli kom inn á þegar lítið var eftir, nánar tiltekið á 83. mínútu, og bætti hann tvö met með því. Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu segir frá þessu.

Atli sló leikjamet FH í efstu deild karla og er hann einnig orðinn sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í deildinni. Hann hefur spilað alla 265 leiki sína fyrir FH.

Svo skemmtilega vill til að hann tekur bæði þessi met af nafna sínum og góðvini, Atla Viðari Björnssyni sem var liðsfélagi hans í FH til margra ára.

Atli Guðnason er núna í sjöunda sæti yfir leikjahæstu leikmenn í sögu efstu deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner