Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. júlí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytir nafni á fótboltafélagi í "Flöt Jörð FC"
Körfuboltakappinn Kyrie Irving. Hann lýsti því opinberlega yfir að hann telur að jörðin sé flöt.
Körfuboltakappinn Kyrie Irving. Hann lýsti því opinberlega yfir að hann telur að jörðin sé flöt.
Mynd: Getty Images
Þó stærstur hluti jarðarbúa telji að jörðin sé hnöttótt eru þó nokkrir sem álíta að jörðin sé flöt.

Má þar til dæmis nefna körfuboltakappann Kyrie Irving sem hélt því fram opinberlega að jörðin væri flöt. Javi Poves, forseti spænska D-deildarliðsins, Mostoles Balompie, er einnig á því að jörðin sé flöt og hann er óhræddur við að láta vita af því.

Hann er nefnilega búinn að breyta nafninu á fótboltafélagi sínu úr Mostoles Balompie í Flat Earth FC eða Flöt Jörð FC.

Poves ákvað að breyta nafninu til að styðja kenninguna og sameina fylgjendur um allan heim. „Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og hefur mikil áhrif um allan heim. Þetta er besta leiðin til að vekja athygli á þessu í fjölmiðlum."

Marca greindi frá þessu.
Athugasemdir
banner
banner