mán 01. júlí 2019 10:19
Elvar Geir Magnússon
„Ein óvæntasta frammistaða í efstu deild lengi"
Arnþór Ingi Kristinsson.
Arnþór Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson vakti athygli á frábærri frammistöðu Arnþórs Inga Kristinssonar með KR í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977..

Hitað var upp fyrir stórleik KR og Breiðabliks, sem fram fer í kvöld, en hér má hlusta á umfjöllunina.

Miðjumaðurinn kom frá Víkingi Reykjavík fyrir tímabilið og hefur spilað virkilega vel með Vesturbæjarstórveldinu. Margir efuðust um þessi leikmannakaup en Arnþór hefur svarað gagnrýnisröddum.

„Þegar maður sá að Arnþór væri kominn í KR hugsaði maður 'Rúni has lost the plot - Hvaða bull er þetta?' - Maður hafði heyrt að Arnþór Ingi væri að spá í að hætta, var frekar feitur og slakur í Vikes. 'Er KR virkilega kominn á þennan stað?'," segir Henry.

„En Rúni virðist hafa vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Nú er Arnþór í miklu betra formi og Rúni virðist vita hvernig eigi að nota hann. Hann er búinn að kveikja í honum og þvílík viðbót við þetta lið! Þetta er þvílíkt óvænt. Það var enginn að búast við því að Arnþór Ingi Kristinsson yrði geggjað akkeri í liði KR, leikmaður sem dregur vagninn og ýtir við mönnum þegar á þarf að halda."

„Þetta er ein óvæntasta frammistaða leikmanns í efstu deild lengi. Það var nánast búið að afskrifa hann. Geggjað."

Smelltu hér til að hlusta á Pepsi Max hringborðið.

mánudagur 1. júlí
19:15 Grindavík-FH (Mustad völlurinn)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner