Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 01. júlí 2019 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Aldrei að vita nema það bætist í hópinn
Jóhannes Karl þjálfari Skagamanna
Jóhannes Karl þjálfari Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Taphrinu Skagamanna lauk í kvöld þegar liðið heimsótti Víkinga í Víkina í kvöld en lokatölur urðu 0-0.

Skagamenn spiluðu þéttann og agaðan varnarleik en geta þó þakkað markverði sínum Árna Snæ Ólafssyni fyrir stigið en hann varði vítaspyrnu Nikolaj Hansen sem dæmd var á hann sjálfann eftir brot hans á dananum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 ÍA

„Við komum hérna í Víkina og erum að spila á móti mjög vel spilandi Víkingsliði sem er með unga og spræka stráka og hafa verið að gera frábæra hluti, hafa verið að skora mikið af mörkum og við ætluðum okkur að vera þéttir og halda skipulagi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Víkingar fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA gerðist brotlegur gegn Nikolaj Hansen. Hansen fór sjálfur á punktinn en Árni bætti fyrir mistök sín og varði slaka spyrnu danans. Tónn Jóhannesar hefði væntanlega verið annar ef úr hefði orðið mark?

„Nei ég hefði ekki verið sáttur við það en ég bara skil ekki hvernig þeir fengu það út að þetta væri víti. Árni kemur út og ætlar að grípa boltann en missir hann og í sama augnabliki keyrir leikmaður Víkinga bara í markmanninn og menn hlaupa saman og dómarinn ákveður að dæma víti.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og hafa Skagamenn þegar sótt einn leikmann. Á Jóhannes von á frekari breytingum á hópnum?

„Við erum bara að vinna í að þróa okkur. Við erum að vinna eftir ákveðinni stefnu og höldum okkur alveg við það og ef það finnst einhver leikmaður sem passar inní okkar framtíðaráform er aldrei að vita nema það bætist eitthvað í hópinn.“

Sagði Jóhannes Karl en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner