Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. júlí 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Keita í skoðun hjá læknateymi Liverpool
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Naby Keita hefur yfirgefið herbúðir Gíneu á Afríkumótinu í Egyptalandi.

Hann er kominn til Englands þar sem hann verður skoðaður af læknateymi Liverpool.

Þessi 24 ára miðjumaður kom inn í mótið í lítilli leikæfingu eftir að hafa verið að jafna sig af nárameiðslum.

Keita flaug til Englands frá Kaíró á sunnudagskvöld eftir að Gínea vann Burúndí 2-0 og tryggði sér í útsláttarkeppni mótsins.

Talsmaður landsliðsins segist vonast til að Keita snúi aftur til Egyptalands á miðvikudag.

Keita varð fyrir einhverjum meiðslum gegn Nígeríu en vonast er til að að hann spili í 16-liða úrslitunum. Talsmaðurinn segir að það sé þó ekki hægt að fullyrða að hann spili þar, beðið sé eftir niðurstöðu læknisskoðunnar.
Athugasemdir
banner
banner