Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 08:46
Magnús Már Einarsson
Patrick Pedersen á leið í Val
Patrick fagnar marki á síðasta tímabili.
Patrick fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að danski framherjinn Patrick Pedersen sé á leið í Val á nýjan leik en hann hefur yfirgefið herbúðir Sheriff í Moldavíu. Sheriff staðfesti þetta í yfirlýsingu í dag.

Valur hefur gefið í skyn á Twitter að nýr framherji verði kynntur til sögunnar hjá liðinu mjög fljótlega.

Hinn 27 ára gamli Patrick var markakóngur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en hann skoraði sautján mörk.

Eftir tímabilið var hann seldur til Sheriff en félagið hafði séð Patrick þegar liðið mætti Val í Evrópudeildinni um sumarið.

Hjá Sheriff hefur Patrick skorað fimm mörk í átján leikjum en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu í Moldavíu.

Patrick kom fyrst til Valsmanna árið 2013 en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sinum. Patrick hefur verið hjá Val með hléum frá árinu 2013 en hann lék einnig um tíma með Viking í Noregi.

Valsmenn hafa unnið tvo leiki í röð í Pepsi Max-deildinni og sitja í 6. sæti en næsti leikur liðsins er gegn KA á heimavelli á fimmtudaginn.

Athugasemdir
banner
banner
banner