mán 01. júlí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan: Hef unnið fleiri titla en allir í MLS til samans
Zlatan og Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfari Íslands, á góðri stundu.
Zlatan og Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfari Íslands, á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn þegar Los Angeles Galaxy tapaði 3-0 gegn San Jose Earthquakes í nágrannaslag í MLS-deildinni um helgina.

Fyrir leikinn ræddi Zlatan við blaðamenn og var ekki svo hógvær í sínum svörum enda er sænski sóknarmaðurinn þekktur fyrir allt annað en það.

„Ég kom hingað vegna þess að ég vil mikið, ég kom ekki hingað til að slaka," sagði Zlatan.

„Hingað til hef ég unnið 33 titla, það er örugglega meira en allir í MLS-deildinni hafa gert til samans. Ég veit hvað ég er að gera. Treystið mér."

Hinn 37 ára gamli Zlatan hefur náð miklum árangri á ferli sínum en hann er kannski að gleyma þarna að leikmenn eins og Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger eru líka að spila í MLS-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner