Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. júlí 2022 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ísland æfir í heimabæ Adidas og Puma næstu daga
Icelandair
Stelpurnar fara yfir til Þýskalands í dag.
Stelpurnar fara yfir til Þýskalands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar taka næsta skref í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í dag.

Þær eru búnar að dvelja í Póllandi síðustu daga þar sem þær hafa æft. Einnig spiluðu þær við pólska liðið og tókst þeim að landa góðum 1-3 sigri.

Í dag ferðast liðið yfir til Þýskalands þar sem liðið mun dvelja áður en haldið verður á EM í Englandi.

Liðið mun vera í æfingabúðum í Herzogenaurach, sem er lítill bær í Erlangen-Höchstadt í Bæjaralandi. Bærinn er hvað þekktastur fyrir það að vera heimabær íþróttavörurisanna Adidas og Puma. Íslensku landsliðin leika í búningum frá Puma.

Hér búa um 23 þúsund manns, en næsta stórborg er Nürnberg.

Fréttamaður Fótbolta.net er kominn til Herzogenaurach og mun fjalla um liðið í undirbúningi sínum hér í bænum þangað til 6. júlí þegar þær fara til Englands.

Endilega fylgist með!

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)

Sjá einnig:
Pælingar úr lestarferðalagi: Er einn leikur virkilega nóg?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner