Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 16:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Snær kom við sögu í sigri - Rúnar gerði jafntefli og Ari Freyr vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn bráðefnilegi Ísak Snær Þorvaldsson kom inn á 77. mínútu í 1-0 sigri St. Mirren gegn Livingston í fyrstu umferð skoska deildartímabilsins.

Richard Tait skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en hann lék fyrir Motherwell á síðustu leiktíð.

St. Mirren endaði í neðri hluta skosku deildarinnar á síðustu leiktíð, með 29 stig eftir 30 umferðir. Tímabilið var blásið af vegna Covid-19. Livingston endaði í fimmta sæti, tíu stigum fyrir ofan St. Mirren.

St. Mirren 1 - 0 Livingston
1-0 Richard Tait ('30)

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði þá seinni hálfleikinn og hélt hreinu í markalausu jafntefli Dijon gegn Sochaux.

Rúnar Alex er í harðri baráttu við Alfred Gomis um byrjunarliðssæti. Gomis spilaði 19 deildarleiki áður en franska deildin var blásin af, Rúnar Alex spilaði 11 leiki.

Að lokum var Ari Freyr Skúlason í liði Oostende sem sigraði Cercle Brugge í æfingaleik.

Oostende skoraði þrjú mörk á stundarfjórðungi og gerði út um leikinn.

Dijon 0 - 0 Sochaux

Oostende 3 - 1 Cercle Brugge

1-0 K. Vandendriessche ('45)
2-0 F. Marquet ('49)
3-0 M. Gueye ('58)
3-1 G. Mbenza ('63)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner