mán 01. ágúst 2022 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Óskar er alltaf ánægður og alltaf brosandi"
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, einn besti leikmaður í sögu efstu deildar, hefur mikið þurft að sitja á bekknum hjá Stjörnunni á þessari leiktíð.

Hann var fenginn til Stjörnunnar fyrir leiktíðina eftir að hafa verið gríðarlega mikilvægur hluti af liði KR í mörg ár. Það var búist við því að hann yrði lykilmaður í Stjörnunni en svo hefur ekki verið.

Óskar Örn, sem er 37 ára, hefur mikið þurft að sitja á bekknum. Hann byrjaði á bekknum er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi um verslunarmannahelgina.

Hann kom svo inn á og átti stóran þátt í fyrra marki Stjörnunnar í leiknum.

Eftir leik var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, spurður að því hvort það væri ekki erfitt að halda leikmanni eins og Óskari - sem er með eins stóra ferilskrá - ánægðum þegar hann er ekki að spila.

„Nei, Óskar er alltaf ánægður og alltaf brosandi. Hann er toppmaður," sagði Gústi.

„Hann er frábær í fótbolta, kemur inn á og breytir aðeins leiknum. Hann er með frábæra eiginleika og mikil gæði."

Mun hann fá að byrja eitthvað á næstunni? „Það er erfitt að segja. Það er hörð barátta í liðinu. Það er frábært að hafa svona öflugan hóp."

Óskar var orðaður við FH í félagaskiptaglugganum sem lokaði á dögunum. Stjarnan ákvað að halda í hann og mun hann því allavega klára tímabilið í Garðabænum. Hann er enn með mikil gæði eins og hann sýndi er hann kom inn á í leiknum á móti Víkingi.
Gústi Gylfa: Hefði viljað hafa þennan leik á öðrum degi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner