Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 01. september 2018 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi - Berglind byrjar
Icelandair
Berglind er markahæst í Pepsi-kvenna og hún byrjar þennan stórleik.
Berglind er markahæst í Pepsi-kvenna og hún byrjar þennan stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Þýskalandi í stórleik á Laugardalsvelli á eftir. Leikurinn gæti skorið úr um það hvort Ísland fer á Heimsmeistamót í fyrsta sinn eða ekki.

Það er uppselt á leikinn en búið er að gefa út hvernig byrjunarlið Íslands lítur út.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, virðist stilla upp í þriggja manna vörn með Sif Atladóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur í hjartanu.

Ísland vann Þýskaland á síðasta ári, út í Þýskalandi. Frá þeim leik koma Selma Sól og Berglind inn í liðið fyrir Elínu Mettu Jensen og Dagnýju Brynjarsdóttur.

Byrjunarlið Íslands:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
15. Selma Sól Magnúsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Sjá einnig:
Leikurinn í opinni dagskrá - Ísland í gamla búningnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner