Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 01. september 2018 18:32
Hulda Mýrdal
Einkunnir Íslands: Sif og Glódís bestar
Icelandair
Sif í leiknum í dag.
Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís spyrnir boltanum fram.
Glódís spyrnir boltanum fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-0 gegn ógnarsterku liði Þýskalands í dag.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net beint frá Laugardalsvelli.



Guðbjörg Gunnarsdóttir (m) 6
Greip vel inn í þegar á reyndi. Hefði líklega getað slegið boltann betur í marki eitt en blautur völlurinn gerði henni erfiðara fyrir og Þýskaland skorar úr frákasti. Gat lítið gert í marki tvö þegar þær spila sig í gegn og skot úr teignum

Ingibjörg Sigurðardóttir 6
Átti fínan leik. Var aðeins út úr stöðu í fyrri hálfleik en vann sig betur inn í planið.

Sif Atladóttir 7 -Maður leiksins
Hafði nóg að gera í dag. Hélt þessu saman og barði sitt lið áfram. Var fljót til baka til að vinna undir samherjana þegar á þurfti að halda.

Glódís Perla Viggósdóttir 7
Átti fínan en krefjandi dag í vörninni. Hefur oft spilað boltanum betur frá sér úr vörninni en átti frábærar tæklingar og var mjög sterk í loftinu.

Hallbera Guðný Gísladóttir 5
Átti ekki eftirsóknarverð hlutverk að stoppa Maier á hægri kantinum. Þurfum meira á Hallberu að halda í sókninni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6
Barðist eins og ljón í alla bolta og stoppaði ófáar sóknir í fyrri hálfleik. Dróg af henni í seinni hálfleik eins og af öllu liðinu.

Selma Sól Magnúsdóttir 5
Erfitt verkefni í dag, liðsfélagar hennar hefðu mátt reyna að finna hana meira. Lítið í boltanum og týndist á köflum -

Rakel Hönnudóttir 5
Missti mann inn fyrir sig í seinna markinu þar sem vörnin var opnuð upp á gátt. Þess utan barðist hún vel

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5
Byrjaði af miklum krafti og var dugleg varnarlega en týndist svo.Þarf að vera meira inn í leiknum og halda boltanum betur svo að liðið geti fært sig framar.

Sara Björk Gunnarsdóttir 6
Gekk illa að finna samherja í fyrri hálfleik en vann sig betur inn í leikinn og sterk varnarlega. Við hefðum mátt leita meira af henni í seinni hálfleik

Fanndís Friðriksdóttir 6
Fanndís var ein af fáum sem skapaði usla í dag. Átti hættulegt skot og hélt boltanum vel þegar hún fékk hann.

Varamenn

Svava Rós Guðmundsdóttir (64)
Kom inn á þegar það var komin þreyta í liðið. Náði ekki að sýna sitt rétta andlit.

Agla María Albertsdóttir spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Guðrún Arnardóttir spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner