Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. september 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað þarf að gerast til að Ísland komist á HM?
Icelandair
Úrslitin í dag voru svekkjandi.
Úrslitin í dag voru svekkjandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tap gegn Þýskalandi eru landsmenn að velta því fyrir sér hvernig Ísland getur komist á HM.

Stelpurnar hefðu tryggt sér farseðilinn til Frakklands með sigri á Þýskalandi, jafntefli hefði leyft okkur að vera með örlögin í höndum okkar en tap gerir okkur erfitt fyrir.

Ísland mætir Tékklandi á þriðjudag í leik sem skiptir öllu máli.

Sindri Sverrison, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði grein um möguleika Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi áðan.

Það er ljóst að tap gegn Tékklandi þýðir það að HM, draumurinn er úti. Tékkar fara þá upp í annað sætið á innbyrðis viðureignum, en það myndi ekki duga Tékkum í umspil.

Jafntefli myndi halda Íslandi í öðru sæti en ekki er endilega ljóst að það dugi í umspil.

Í um­spilið fara fjög­ur lið með best­a ár­ang­urinn í öðru sæti, í und­anriðlun­um sem eru sjö talsins. Íslandi dug­ar jafn­tefli gegn Tékklandi ef að Belg­íu, sem er í öðru sæti sjötta undanriðils, tekst ekki að vinna topplið Ítal­íu á heima­velli. Staðan í 1. og 7. undanriðli er nefni­lega þannig að liðin sem eru í öðru sæti þar munu ekki geta ógnað Íslandi. Mögu­leik­inn er því ágæt­ur á að jafn­tefli dugi til að fara í um­spilið, en ekki ör­ugg­ur.

„Það er aft­ur á móti enn lík­legra, af­skap­lega lík­legt, að sig­ur á Tékklandi dugi til að fara í um­spilið. Til að hann dugi ekki þarf allt að falla á móti Íslandi í fjór­um riðlum. Belg­ía þarf þá að vinna Ítal­íu með meiri mun en Ísland vinn­ur Tékk­land, Dan­mörk og Svíþjóð að gera jafn­tefli í toppslag 4. riðils, Hollandi að mistak­ast að vinna Nor­eg í 3. riðli, og Skot­land og Sviss að sleppa við töp gegn lak­ari and­stæðing­um í 2. riðli," skrifar Sindri.

Það er því bara langbest að vinna Tékkland. Við getum kvatt fyrsta sætið; Þýskaland mun taka það. Þýskaland mætir Færeyjum og það þarf stórslys fyrir Þýskaland til þess að vinna Færeyjar ekki.

Tékkland er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er mjög sterkt, en fyrri leikurinn út í Tékklandi endaði með jafntefli, 1-1. Ísland komst yfir í þeim leik en Tékkar jöfnuðu. Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn í Tékklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner