Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. september 2018 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikurinn í opinni dagskrá - Ísland í gamla búningnum
Icelandair
Áfram Ísland!
Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er stórleikur á Laugardalsvelli í dag, þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi fyrir fullu húsi. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM kvenna sem fram fer í Frakklandi á næsta ári.

Það er löngu orðið uppselt á má búast við stemningu sem aldrei hefur heyrst áður á kvennalandsleik.

Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport en hann er sýndur í opinni dagskrá og því ættu allir sem vilja að geta fylgst með honum. Stöð 2 Sport verður með stóra útsendingu í kringum leikinn og hefst upphitun strax klukkan 14:00. Leikurinn sjálfur hefst 14:55. Smelltu hér til að lesa nánar um útsendinguna.

Ísland í gamla búningnum
Það hefur oft komið upp sú spurning af hverju kvennalandsliðið leikur í gömlu gerðinni af landsliðsbúningnum, en liðið hefur gert það í síðustu landsleikjum á meðan karlalandsliðið hefur fært sig í nýjann búning. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld en hún er sú að kvennalandsliðið hóf þessa undankeppni í gömlu gerðinni og þarf því að klára undankeppnina í þeim búningi.

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil

Sjá einnig:
Stelpurnar spila ekki í nýju treyjunum fyrr en á næsta ári
Athugasemdir
banner
banner