Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 01. september 2018 18:26
Silja Runólfsdóttir
Sif: Ekki að ástæðulausu að þær eru þar sem þær eru á heimslistanum
Icelandair
Sif í leiknum í dag.
Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi svolítið, svolítið þungt" sagði landsliðskonan Sif Atladóttir aðspurð um fyrstu viðbrögð sín eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Þýskaland

„Ég er svo mikil tilfinningavera þannig þetta var einhvernveginn svona ógeðslega erfitt. Þú veist búið að vera langur aðdragandi og það komu nokkur tár en þú veist „eftir leik og fyrir leik". Þannig það er ágætt að pabbi er búinn að hamra þessari setningu inn í hausinn á mér í mörg ár „eftir leik og fyrir leik“ þannig það er bara nákvæmlega þetta.

En hvernig fannst henni leikurinn?

„Hann var svolítið eins og við ætluðum að spila hann, sitja svolítið og bíða eftir þeim og svo ná okkar pressumómentum. Eini munurinn sem maður hefði viljað að við gerðum betur var kannski að ná boltanum niður þegar við færðum hann upp, sem þær gerðu vel og ég ætla bara að hrósa þeim fyrir en annars spilaðist þetta svolítið eins og við vildum".

Það er erfið staða að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik en Þýskaland komst í 1-0 á "markamínútunni".

„Við vorum alveg undirbúnar undir allskonar svona atriði bæði ef við myndum komast yfir, þær myndu komast yfir þú veist jafnt en þú veist markamínútan segir svolítið sko en hérna við vorum bara áfram með þetta og vissum að jafntefli myndi gefa okkur rosalega mikið og svo þegar við fórum að sækja svolítið þá opnaðist aðeins hjá okkur og gott lið nýtir sér það, það er bara þannig."

Það er gríðarlega erfitt að sækja á móti jafn góðu liði og Þýskaland er og hægara sagt en gert að brjóta niður sterkan varnarmúr þeirra.

„Það er ekki að ástæðulausu að þær eru þar sem þær eru á heimslistanum en mér fannst okkar varnarleikur standast raunir þeirra. En eins og ég segi þá er sumt sem við megum fínslípa fyrir Tékkaleikinn og eitt af því er að þora að halda boltanum niðri og þora að spila okkur í gegn afþví það er eitthvað sem við getum og við þurfum bara að fá smá hugrekki.

Mikil orka og einbeiting hefur farið í Þýskalandsleikinn enda hefur þjóðin beðið hans í tæpt ár. Hefur það slæm áhrif á liðið fyrir Tékkaleikinn?

„Það kemur bara í ljós," sagði Sif og glott. „Nei, nei, við vitum að þetta er tveggja leikja system núna og nú bara ætlum við upp á hótel borða vel og hlaða og bara endurheimt. Eins og ég segi „eftir leik og fyrir leik," maður þarf bara að stilla hausinn af og við getum verið svekktar, ég ætla að gefa okkur tvo þrjá tíma. Svo er það bara Tékkaleikur."

Áhorfendamet var slegið í Laugardalnum í dag en þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á landsleik kvenna. Aðspurð út í tilfinninguna að spila fyrir framan fullan völl svaraði Sif: „Ólýsanlegt, þetta er dagur sem ég mun örugglega aldrei gleyma og vona bara innilega að fólk mæti á þriðjudaginn. Taki sérfrí og mæti bara í dalinn og höfum gleðina aftur svona.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner