Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. september 2018 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýska stálið of sterkt á þéttsetnum Laugardalsvelli
Líkurnar á HM-sæti minnkuðu verulega
Icelandair
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 2 Þýskaland
0-1 Svenja Huth ('41 )
0-2 Svenja Huth ('73 )
Lestu nánar um leikinn

Þýskaland sýndi gæði sín þegar það mætti á Laugardalsvöll í undankeppni EM kvenna í dag.

Það var uppselt á Laugardalsvöll og stemningin var mikil, en með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn.

Ísland byrjaði nokkuð vel en þegar leið á fyrri hálfleikinn féll liðið aftar á völlinn og það nýttu Þjóðverjar sér. Á 41. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Svenja Huth skoraði eftir að hún fylgdi á eftir skoti sem Guðbjörg hafði varið í markinu.

Ísland byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og átti Fanndís Friðriksdóttir til að mynda skot sem fór rétt fram hjá markinu, en á 73. mínútu skoraði Svenja Huth sitt annað mark og kom Þjóðverjum í 2-0. Það gekk frá leiknum.

Þýskaland var einfaldlega sterkari í þessum leik, í rigningunni í Laugardalnum. Stemningin á Laugardalsvelli var algjörlega frábær.


Hvað þýða þessi úrslit?
Þessi úrslit þýða það að Ísland getur ekki farið beint á HM. Þýskaland er að fara að mæta Færeyjum í lokaleik sínum og þar kemur ekkert annað til greina en sigur Þýskalands.

Ísland mætir Tékklandi á Laugardalsvelli á þriðjudag og með sigri þar getur liðið tryggt sig inn í umspil um sæti á HM. Möguleikinn er enn til staðar!



Athugasemdir
banner
banner