Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 01. október 2019 09:07
Magnús Már Einarsson
Alderweireld til Man Utd í janúar?
Powerade
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho er í slúðurpakkanum.
Jadon Sancho er í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru búin að grafa upp helstu kjaftasögur dagsins. Njótið!



Yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund segist ekki geta séð að Jadon Sancho (19) verði lengi hjá félaginu. Sancho var orðaður við Manchester United í sumar. (Kicker)

Tammy Abraham (21), framherji Chelsea, ætlar að hafna Nígeríu og vonast til að vera valinn í enska landsliðið á næstunni. (Telegraph)

Jan Vertonghen (32) varnarmaður Tottenham hefur gefið í skyn að hann muni mögulega framlengja samning sinn við félagið. Vertonghen verður samningslaus næsta sumar. (London Evening Standard)

Tottenham hefur hafið viðræður við Vertonghen um nýjan samning. (Mail)

Mario Mandzukic (33) framherji Juventus er á óskalista Manchester United en Los Angeles FC vill líka fá hann í sínar raðir. (Calciomercato)

Manchester United gæti reynt að fá Toby Alderweireld (30) varnarmann Tottenham í sínar raðir í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar. (Tuttosport)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, kemur til greina sem nýr þjálfari AC Milan. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal ætlar að fylgjast með ungverska landsliðsmanninum Dominik Szoboszlai (18) í leik Red Bull Salzburg og Liverpool á morgun. Arsenal gæti reynt að kaupa miðjumanninn í janúar. (Football Insider)

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, ætlar að funda með Josep Maria Bartomeu, forseta félagsins, þar sem samband leikmanna og stjórnar félagsins er ekki gott. (ESPN)

Juventus og Inter ætla að berjast um Ivan Rakitic (31), miðjumann Barcelona, í janúar. (Calciomercato)

Vitor Matos, þjálfari Porto, er í viðræðum um að koma inn í þjálfaralið Liverpool. (Liverpool Echo)

Eric Bailly (25) varnarmaður Manchester United verður væntanlega frá keppni út þetta ár vegna meiðsla á hné. (Sun)

Roma er að skoða Adama Traore (23) kantmann Wolves. (Calciomercato)

West Ham hefur boðið James Collins að gerast sendiherra félagsins. Collins spilaði í vörn West Ham í mörg ár. (Football Insider)

Manchester United gæti verið að fá reikning upp á 74 milljónir punda vegna viðbótasamninga í félagaskiptum undanfarin tvö ár. (TImes)

Staða Steve Bruce, stjóra Newcastle, er ekki í hættu þrátt fyrir að liðið sé í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 5-0 tap gegn Leicester um síðustu helgi. (Times)

Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg segir að það hefði verið skandall ef VAR hefði ekki látið mark Pierre-Emerick Aubameyang standa í leik Manchester United og Arsenal í gær. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner