Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 14:47
Elvar Geir Magnússon
Alisson gæti spilað gegn Leicester
Alisson er handan við hornið.
Alisson er handan við hornið.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Alisson gæti orðið klár til að mæta Leicester á laugardaginn. Þetta segir stjóri Liverpool, Jurgen Klopp, en hann býst þó frekar við því að Brasilíumaðurinn snúi aftur gegn Manchester United.

Alisson er 26 ára og hefur misst af níu leikjum eftir að hann meiddist á kálfa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool mætir Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni á morgun en eftir leikinn gegn Leicester kemur landsleikjahlé og svo leikur gegn United á Old Trafford þann 20. október.

Klopp segir að sjálfur telji Alisson sig vera tilbúinn í slaginn en það þurfi að hlusta á læknateymið.

„Hann hefur litið mjög vel út á æfingum en þetta voru slæm meiðsli og við tökum ekki neina áhættu. Við þurfum að sjá hvað gerist fyrir Leicester leikinn," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner