Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri að læra ensku - Hefur áhuga á úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Massimiliano Allegri gæti verið á leið í enska boltann á næsta ári. Frá þessu greina enskir og ítalskir fjölmiðlar.

Allegri hætti með Juventus í sumar eftir fimm mögnuð ár við stjórnvölinn. Áður hafði hann stýrt Sassuolo, Cagliari og AC Milan, þar sem hann vann ítölsku deildina 2011.

Allegri er afar eftirsóttur um alla Evrópu og er talinn vera efstur á óskalista Real Madrid og Manchester United. Zinedine Zidane hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað með Real og árangur Man Utd undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hefur ekki verið uppá marga fiska.

Allegri er því byrjaður að læra ensku eftir að hafa ráðfært sig við Maurizio Sarri, núverandi þjálfara Juventus, og Roberto Mancini, landsliðsþjálfara Ítalíu og fyrrum stjóra Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner