Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 01. október 2019 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Christian Eriksen á bekkinn
Aguero byrjar - Sterling hvíldur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara sex leikir af stað á sama tíma í Meistaradeildinni í kvöld og hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin úr fjórum þeirra.

Í London er risaslagur þar sem Tottenham mætir Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Dele Alli kemur inn í byrjunarlið Spurs fyrir Christian Eriksen sem byrjar á bekknum. Philippe Coutinho er í byrjunarliði Bayern ásamt Serge Gnabry og Kingsley Coman.

Robert Lewandowski er að sjálfsögðu fremstur en hann hefur verið funheitur á tímabilinu og er kominn með tíu mörk í sex deildarleikjum.

Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Winks, Ndombele, Sissoko, Dele, Son, Kane.
Varamenn: Gazzaniga, Dier, Sanchez, Davies, Eriksen, Lamela, Lucas Moura.

Bayern: Neuer, Kimmich, Pavard, Boateng, Sule, Alaba, Tolisso, Coman, Gnabry, Coutinho, Lewandowski.
Varamenn: Ulreich, Thiago, Martinez, Cuisance, Perisic, Davies, Muller.



Sergio Agüero er þá kominn aftur inn í byrjunarlið Manchester City, sem tekur á móti Dinamo Zagreb.

Gestirnir frá Zagreb gerðu sér lítið fyrir og skelltu Atalanta í fyrstu umferð riðlakeppninnar, 4-0.

Josep Guardiola gerir fimm breytingar frá sigrinum gegn Everton um helgina. Raheem Sterling fær hvíld og er Kevin De Bruyne fjarverandi vegna meiðsla.

Man City: Ederson, Cancelo, Otamendi, Fernandinho, Mendy, D Silva, Rodri, Gundogan, Mahrez, B Silva, Aguero.
Varamenn: Bravo, Walker, Garcia, Angelino, Sterling, Foden, Jesus.

D. Zagreb: Livakovic, Stojanovic, Theophile-Catherine, Dilaver, Peric, Leovac, Moro, Ademi, Olmo, Orsic, Petkovic.
Varamenn: Zagorac, Situm, Pinto, Kadzior, Gojak, Gavranovic, Atiemwen



Á Ítalíu fer áhugaverður stórleikur fram. Federico Bernardeschi tekur stöðu Aaron Ramsey í byrjunarliði Juventus sem fær Bayer Leverkusen í heimsókn. Sjaldgæft tækifæri fyrir Bernardeschi sem hann verður að nýta til að eiga möguleika á byrjunarliðssæti.

Gestirnir frá Leverkusen mæta með sterkt lið. Leon Bailey er meiddur en Kai Havertz, Charles Aranguiz og Kevin Volland eru meðal byrjunarliðsmanna.

Juventus: Szczesny, Cuadrado, Bonucci, De Ligt, Sandro, Khedira, Pjanic, Matuidi, Bernardeschi, Higuain, Ronaldo
Varamenn: Buffon, Demiral, Bentancur, Rabiot, Rugani, Ramsey, Dybala.

Leverkusen: Hradecky, L. Bender, Tah, S. Bender, Wendell, Havertz, Aranguiz, Baumgartlinger, Demirbay, Volland, Alario.
Varamenn: Ozcan, Dragovic, Diaby, Sinkgraven, Paulinho, Weiser, Amiri.



Að lokum eru byrjunarliðin frá Tyrklandi klár. Þar á Galatasaray leik við stórveldi PSG, sem skellti Real Madrid 3-0 í fyrstu umferð.

Í byrjunarliði heimamanna má finna menn á borð við Steven Nzonzi, Jean-Michel Seri, Ryan Babel og Radamel Falcao. Þá eru þeir til dæmis með Sofiane Feghouli og Florin Andone á bekknum.

Mauro Icardi leiðir sóknarlínu PSG með Pablo Sarabia og Angel Di Maria sér til aðstoðar í fremstu víglínu. Idrissa Gana Gueye hefur verið gríðarlega öflugur á upphafi tímabils og er í byrjunarliðinu.

Kylian Mbappe er á bekknum ásamt Ander Herrera, Leandro Paredes og Maxim Choupo-Moting. Neymar er í leikbanni og Edinson Cavani er meiddur.

Galatasaray: Muslera, Mariano, Nekadio, Marcao, Nagatomo, Belhanda, Nzonzi, Donk, Seri, Babel, Falcao.
Varamenn: Kocuk, Bayram, Buyuk, Feghouli, Andone, Inan, Ozbayrakli.

PSG: Navas, Meunier, Silva, Kimpbembe, Bernat, Gueye, Marquinhos, Verratti, Sarabia, Icardi, Di Maria.
Varamenn: Rico, Kurzawa, Diallo, Herrera, Choupo-Moting, Mbappe, Paredes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner