þri 01. október 2019 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Leeds vann toppslaginn
Mynd: Getty Images
Leeds United vann toppslaginn gegn West Bromwich Albion og trónir nú á toppi Championship deildarinnar.

Ezgjan Alioski gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og er Leeds með 20 stig eftir 10 umferðir.

West Brom er í öðru sæti með 19 stig, rétt eins og Nottingham Forest sem gerði jafntefil við Blackburn í kvöld.

Aleksandar Mitrovic skoraði tvennu er Fulham sökkti tíu leikmönnum Reading og kom sér upp í fjórða sæti. Fulham er tveimur stigum eftir Leeds.

Huddersfield vann þá sinn fyrsta leik á tímabilinu, á útivelli gegn Stoke. Huddersfield er með fimm stig en Stoke er eina liðið sem á eftir að vinna leik og vermir botnsætið með tvö stig.

Blackburn 1 - 1 Nott. Forest
1-0 Adam Armstrong ('63 )
1-1 Joe Lolley ('65 )

Hull City 1 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tom Eaves ('72 )

Leeds 1 - 0 West Brom
1-0 Ezgjan Alioski ('38 )

Middlesbrough 1 - 1 Preston
0-1 Joshua Andrew Harrop ('40 )
1-1 Darnell Fisher ('42 , sjálfsmark)

Wigan 1 - 0 Birmingham
1-0 Anthony Pilkington ('76 )

Reading 1 - 4 Fulham
0-1 Tom Cairney ('13 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('26 )
0-3 Aleksandar Mitrovic ('29 )
0-4 Tom Cairney ('67 )
1-4 Yakou Meite ('89 )
Rautt spjald:John Swift, Reading ('20)

Stoke City 0 - 1 Huddersfield
0-1 Juninho Bacuna ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner