Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Dortmund reiknar með að missa Sancho á næstu árum
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund, segir óhjákvæmilegt að félagið missi kantmanninn Jadon Sancho annað á næstu árum.

Hinn 19 ára gamli Sancho hefur slegið í gegn hjá Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Manchester City árið 2017.

Sancho hefur síðan þá skorað 18 mörk og lagt upp 29 til viðbótar í 64 leikjum.

Sancho er samningsbundinn Dortmund til 2022 en hann hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid og Manchester United.

„Engin ákvörðun hefur verið tekin en þú þarft ekki að vera spámaður til að vita að hann mun ekki spila hér í fimm ár til viðbótar," sagði Zorc.
Athugasemdir
banner
banner