Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 11:15
Elvar Geir Magnússon
Emery kemur fyrirliðanum til varnar
Granit Xhaka hneygði sig.
Granit Xhaka hneygði sig.
Mynd: Sky Sports
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, fékk mikla gagnrýni í gær eftir að hafa beygt sig og farið frá skoti Scott McTominay sem endaði svo í markinu.

Manchester United komst yfir í leiknum með markinu en Arsenal jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Xhaka er gríðarlega umdeildur meðal stuðningsmanna Arsenal en hann er vinsæll í leikmannahópnum og var valinn fyrirliði eftir kosningu í klefanum.

Í útsendingu Sky Sports frá leiknum í gær gagnrýndi Jamie Carragher svissneska miðjumanninn fyrir að hafa sett hendur fyrir aftan bakið og sett höfuðið niður þegar skotið kom frá McTominay. Boltinn flaug yfir Xhaka og í markið.

Unai Emery, stjóri Arsenal, kom fyrirliðanum til varnar.

„Hann hljóp til baka og var fyrstur til að skila sér. Ég sá ekki þegar hann beygði sig en ég horfði hann í hlaupinu til baka. Hann gerði fullkomlega þar. Hann sýndi mikla vinnusemi í leiknum og var með góðan stöðugleika, varnar- og sóknarlega. Mér fannst hann vinna vel," segir Emery.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner