Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Fimm framlengja við Þrótt
Mynd: Þróttur R.
Þróttur R, sem vann Inkasso-deild kvenna í sumar, hefur gert samninga við fimm leikmenn en samningarnir gilda út tímabilið 2021.

Stúlkurnar sem gerðu samninga núna eu Andrea Rut Bjarnadóttir, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, Friðrika Arnardóttir og Jelena Tinna Kujundzic.

„Liðið tryggði sér nýverið sæti í Pepsi Max deildinni að ári og er það mikið gleðiefni að leikmennirnir sýni félaginu tryggð með þessum hætti og verði áfram í lykilhlutverkum í uppbyggingu liðsins til næstu ára," segir í yfirlýsingu frá Þrótti.

„Við Þróttarar fögnum undirritun nýrra samninga og hlökkum til samstarfsins á næstu tímabilum."

Leikmennirnir eru á myndinni ásamt þjálfara liðsins, Nik Chamberlain og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar, Dagný Gunnarsdóttur, Braga Skaftasyni og Ólafi Kjartanssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner