Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. október 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lamine Diaby: Ég var öfundsjúkur út í Kasper Dolberg
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Lamine Diaby var rekinn frá OGC Nice fyrir að stela rándýru úri sem er í eigu danska sóknarmannsins Kasper Dolberg.

Dolberg kærði stuldinn til lögreglu, sem rannsakaði málið og komst að sekt Diaby.

„Þetta er búinn að vera svakalegur fjölmiðlastormur og þess vegna ætla ég að gefa út yfirlýsingu, til að útskýra mál mitt og biðjast afsökunar. Í fyrsta lagi vil ég biðja stuðningsmenn afsökunar því þeir hafa stutt mig frá því að ég kom hingað sem táningur. Þeir eiga skilið að fá útskýringu frá mér," sagði Diaby.

„Ég var meiddur í nokkra mánuði og fékk svo rautt spjald með U19 liðinu þegar ég var að koma til baka. Mér gekk hörmulega og leið illa andlega, en á sama tíma var allt að ganga upp fyrir Kasper. Ég tók reiði mína út á honum af ástæðulausu, ég var kannski smá öfundsjúkur út í hann.

„Ég gerði þetta ekki fyrir fjárhagslegan ávinning heldur útaf pirringi og slæmu andlegu ástandi. Ég er bara 18 ára en aldurinn er ekki afsökun. Ég er búinn að biðja alla aðila afsökunar á hegðun minni.

„Ég vona að ferill Kasper hjá Nice verði sem bestur og að við mætumst einhvern tímann í framtíðinni. Þá verður þetta aðeins fjarlæg minning.

„Núna yfirgef ég uppeldisfélag mitt, félagið sem mig dreymdi um að gera vel fyrir. Það finnst mér vera mesta refsingin, refsing sem ég á skilið. Ég vil þakka öllum sem trúðu á mig, vonandi tekst mér að sanna einn daginn að þið höfðuð rétt fyrir ykkur."

Athugasemdir
banner
banner