Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Larsson fundar með Southend
Mynd: Getty Images
Ron Martin, formaður Southend, fór til Svíþjóðar í morgun til að funda með Henrik Larsson.

Southend vill fá Larsson í stjórastólinn en hann kíkti á aðstæður hjá félaginu í síðustu viku og mætti á leik í C-deildinni.

Larsson átti frábæran feril sem leikmaður með Manchester United, Barcelona, Celtic og sænska landsliðinu.

Hann hætti sem þjálfari Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum eftir að hafa fengið óblíðar kveðjur frá stuðningsmönnum félagsins.

Southend er í fallbaráttu í ensku C-deildinni og félagið vonast til að Martin formaður nái að sannfæra Larsson um að taka starfið að sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner