Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Mane um ósætti við Salah: Allt gleymt og grafið
Mane var reiður gegn Burnley.
Mane var reiður gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
„Svona hlutir gerast í fótbolta," sagði Sadio Mane brosandi á fréttmannafundi í dag þegar hann var spurður út í óánægju sína í leik gegn Burnley á dögunum.

Mane var brjálaður að fá ekki sendingu frá Mohamed Salah og lét reiði sína í ljós á varamannabekknum þegar hann var tekinn af velli.

„Ég var reiður því ég vildi skora fleiri mörk. Það er mikilvægt fyrir liðið að skora eins mikið og við getum en við erum vinir á ný. Þetta er allt gleymt og grafið á milli okkar," sagði Mane.

Mane mætir gömlum félögum annað kvöld þegar Red Bull Salzburg kemur í heimsókn í Meistaradeildinni. Mane spilaði með liðinu í Austurríki frá 2012 til 2014 áður en hann fór til Southampton.

„Þetta er sérstakur leikur fyrir mig. Ég spilaði í tvö og hálft ár hjá Salzburg og er viss um að þeir verða klárir í að mæta mér. Ég verð líka klár. Ég er ánægður með að mæta gömlum liðsfélögum og á sama tíma vil ég vinna," sagði Mane.
Athugasemdir
banner
banner