Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 01. október 2019 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Bayern skoraði sjö gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham fékk skell gegn FC Bayern í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Heimamenn voru 1-2 undir eftir fjörugan fyrri hálfleik, þar sem þeir hefðu getað skorað nokkur mörk til viðbótar.

Flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik og skinu gæði Þýskalandsmeistara í gegn. Serge Gnabry skoraði tvennu með stuttu millibili en Harry Kane minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.

Gnabry fullkomnaði þrennuna á 83. mínútu og skoraði Robert Lewandowski sitt annað mark í kjölfarið. Gnabry gerði fjórða markið sitt á 87. mínútu og lokatölur 2-7.

Tottenham er því með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar eftir jafntefli við Olympiakos í september. Bayern er með sex stig, eftir sigur gegn Rauðu stjörnunni.

Rauða stjarnan sigraði Olympiakos 3-1 í dag.

B-riðill:
Tottenham 2 - 7 Bayern
1-0 Son Heung-Min ('12 )
1-1 Joshua Kimmich ('15 )
1-2 Robert Lewandowski ('45 )
1-3 Serge Gnabry ('53 )
1-4 Serge Gnabry ('55 )
2-4 Harry Kane ('61 , víti)
2-5 Serge Gnabry ('83 )
2-6 Robert Lewandowski ('87)
2-7 Serge Gnabry ('88)

Rauða stjarnan 3 - 1 Olympiakos
0-1 Ruben Semedo ('37 )
1-1 Milos Vulic ('62 )
2-1 Nemanja Milunovic ('87)
3-1 Richmond Boakye ('90)
Rautt spjald:Yassine Benzia, Olympiakos ('58)



Mauro Icardi skoraði sitt fyrsta mark frá komu sinni til Parísar er PSG lagði Galatasaray að velli í A-riðli.

PSG var betri aðilinn og verðskuldaði sigurinn. Frakklandsmeistararnir eru með sex stig eftir sannfærandi sigur gegn Real Madrid í fyrstu umferð.

Real Madrid gerði 2-2 jafntefli við Club Brugge á heimavelli fyrr í dag.

A-riðill:
Galatasaray 0 - 1 PSG
0-1 Mauro Icardi ('52 )



Í C-riðli hafði Manchester City betur gegn Dinamo Zagreb. Lærisveinar Josep Guardiola áttu í erfiðleikum með að koma knettinum í netið en Raheem Sterling kom inn af bekknum og skoraði í síðari hálfleik.

Phil Foden var svo skipt inná í uppbótartíma og innsiglaði hann sigurinn etir undirbúning frá Sterling.

Man City er því komið með sex stig eftir tvær umferðir. Dinamo Zagreb er með þrjú stig.

Atalanta tapaði fyrir Shakhtar Donetsk fyrr í dag og er á botninum án stiga. Shakhtar er með þrjú stig.

C-riðill:
Manchester City 2 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Raheem Sterling ('66 )
2-0 Phil Foden ('96)



Þá fóru einnig tveir leikir fram í D-riðli. Juventus skellti Bayer Leverkusen á meðan Atletico Madrid sigraði Lokomotiv í Moskvu.

Juve og Atletico eru saman á toppinum með fjögur stig og er Lokomotiv í öðru sæti eftir sigur gegn Leverkusen í fyrstu umferð.

D-riðill:
Juventus 3 - 0 Leverkusen
1-0 Gonzalo Higuain ('17 )
2-0 Federico Bernardeschi ('62 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('89)

Lokomotiv Moskva 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Joao Felix ('48 )
0-2 Thomas Teye Partey ('58 )
Athugasemdir
banner
banner
banner