Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. október 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagur í London
Mynd: Getty Images
Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað í dag þegar Real Madrid tekur á móti Club Brugge í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Þetta er skyldusigur fyrir lærisveina Zinedine Zidane sem töpuðu fyrir PSG í fyrstu umferð. PSG heimsækir Galatasaray seinna í kvöld.

Stórleikur kvöldsins er í B-riðli þar sem Tottenham tekur á móti Þýskalandsmeisturum FC Bayern. Tottenham gerði jafntefli gegn Olympiakos í fyrstu umferð á meðan Bayern lagði Rauðu stjörnuna.

Atalanta á leik við Shakhtar Donetsk í C-riðli, áður en Manchester City fær Dinamo Zagreb í heimsókn.

Að lokum eru spennandi leikir á dagskrá í D-riðli. Juventus tekur á móti Bayer Leverkusen í hörkuleik á meðan Lokomotiv fær Atletico Madrid í heimsókn til Moskvu.

A-riðill:
16:55 Real Madrid - Club Brugge (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Galatasaray - PSG (Stöð 2 Sport 5)

B-riðill:
19:00 Tottenham - FC Bayern (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Rauða stjarnan - Olympiakos

C-riðill:
16:55 Atalanta - Shakhtar Donetsk
19:00 Man City - Dinamo Zagreb (Stöð 2 Sport 3)

D-riðill:
19:00 Juventus - Leverkusen (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner