Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 01. október 2019 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Real Madrid kom til baka og náði stigi
Mynd: Getty Images
Real Madrid fékk Club Brugge í heimsókn frá Belgíu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og lenti óvænt undir í fyrri hálfleik.

Emmanuel Dennis skoraði tvennu fyrir gestina og var staðan 0-2 þegar leikmenn gengu til búningsklefa.

Það var annar bragur á heimamönnum í síðari hálfleik og minnkaði fyrirliðinn Sergio Ramos muninn með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Karim Benzema.

Ruud Vormer, leikmaður gestanna, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir tæklingu utan teigs. Aukaspyrna dæmd og skoraði Casemiro með skalla eftir spyrnu frá Toni Kroos.

Heimamönnum tókst ekki að gera sigurmarkið og eru því með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Club Brugge er með tvö stig.

Simon Mignolet átti góðan leik í marki gestanna.

Real Madrid 2 - 2 Club Brugge
0-1 Emmanuel Dennis ('9)
0-2 Emmanuel Dennis ('39)
1-2 Sergio Ramos ('55)
2-2 Casemiro ('85)
Rautt spjald: Ruud Vormer, Club Brugge ('84)

Slæm byrjun Atalanta hélt þá áfram er liðið tapaði á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk.

Leikurinn var jafn og komust heimamenn yfir með marki frá Duvan Zapata. Skömmu áður hafði Josip Ilicic brennt af vítaspyrnu.

Junior Moraes jafnaði fyrir leikhlé og var staðan jöfn allan síðari hálfleikinn, þar til í uppbótartíma. Þá tókst Manor Solomon að stela sigrinum fyrir gestina eftir góða skyndisókn.

Atalanta 1 - 2 Shakhtar Donetsk
1-0 Duvan Zapata ('28)
1-1 Junior Moraes ('41)
1-2 Manor Solomon ('95)
Athugasemdir
banner
banner