Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 01. október 2019 14:15
Elvar Geir Magnússon
Pepe meðvitaður um að hann verði að gera betur
Nicolas Pepe.
Nicolas Pepe.
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, segist algjörlega meðvitaður um að hann verði að gera miklu betur. Hann hefur aðeins skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu.

Hann fann sig ekki í gær þegar Arsenal gerði 1-1 jafntefli gegn Manchester United.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt, ég verð að segja sannleikann. Frammistaða mín hefur ekki verið nægilega góð og ég verð að finna sjálfstraustið aftur," segir Pepe.

„Ég hef ekki náð mér nægilega vel á strik en ég hef ekki áhyggjur. Ég er í nýrri deild og þarf að aðlagast, það mun ekki taka mjög langan tíma."

Arsenal setti félagsmet þegar það keypti Pepe frá Lille í sumar.
Athugasemdir
banner
banner