Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. október 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Ótrúlegt að Pereira sé ekki í landsliðinu
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segist ekki skilja hvers vegna portúgalski hægri bakvörðurinn Ricardo Pereira kemst ekki í landsliðshóp Portúgala.

Pereira hefur verið öflugur með Leicester og er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

„Hann er með bestu bakvörðum deildarinnar. Portúgal hlýtur að vera með svakalega hægri bakverði ef hann kemst ekki í liðið. Þetta er alveg hreint ótrúlegt," sagði Rodgers.

„Þið sjáið hvað hann er öflugur. Hann er frábær í sókn og hefur verið að bæta sig mikið varnarlega. Hann er mjög ákafur varnarmaður."

Joao Cancelo, Ruben Semedo og Cedric Soares eru fyrir ofan Pereira í goggunarröðinni hjá portúgalska landsliðinu. Cancelo leikur fyrir Manchester City, Semedo fyrir Barcelona og Cedric er á mála hjá Southampton.
Athugasemdir
banner
banner