þri 01. október 2019 09:14
Magnús Már Einarsson
Roy Keane: Solskjær á 100% að halda áfram
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að félagið verði að halda tryggð við stjórann Ole Gunnar Solskjær.

Eftir 1-1 jafntefli gegn Arsenal í gær er Manchester United með níu stig eftir sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það er versta byrjun liðsins frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Af næstu sjö leikjum í öllum keppnum eru sex á útivelli hjá United en eini heimaleikurinn er gegn toppliði Liverpool.

Aðspurður hvort United eigi að halda Solskjær í stjórastólnum sagði Keane: „100 prósent. Þeir hafa gefið honum starfið og samning svo styðjið hann og látið hann takast á við þetta."

„Gefið honum nokkra félagaskiptaglugga. Eru fleiri erfiðir dagar framundan? Þú getur veðjað lífi þínu á það. En þeir verða að þrauka."

Athugasemdir
banner
banner
banner