Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. október 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Sarri: Havertz getur orðið einn sá besti í Evrópu
Havertz fagnar marki.
Havertz fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, hefur hrósað Kai Havertz leikmanni Bayer Leverkusen í hástert fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.

Leverkusen er einungis stigi á eftir Bayern Munchen eftir sex umferðir í þýsku Bundesligunni og frammistaða Havertz hefur vakið athygli.

Hinn tvítugi Havertz hefur skorað tvö mörk á tímabilinu en hann getur leikið bæði framarlega á miðjunni og á kantinum.

„Hann er leikmaður sem er bæði með mikil líkamleg gæði og frábæra tækni. Í augnablikinu eru þeir að nota hann mest sem framliggjandi miðjumann eða sem kantmann," sagði Sarri.

„Ég tel að hann sé tilbúinn sem leikmaður og að hann geti líka spilað á miðjunni. Hann er fæddur 1999 og með gæði sín og persónuleika þá hlýtur maður að búast við því að hann verði einn besti leikmaðurinn í Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner