Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Schmeichel lætur Pogba heyra það: Vandræðabarn í liðinu
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, lét miðjumanninn Paul Pogba heyra það eftir 1-1 jafnteflið gegn Arsenal í gær.

Schmeichel var allt annað en ánægður með frammistöðu miðjumannsins Paul Pogba í leiknum í gær. Daninn vill meina að hann hægi á öllu spili United.

„Það er öðruvísi hraði á spilinu þegar Pogba er í liðinu en þegar hann er ekki í liðinu. Ef Pogba á að spila í þessu liði þá þarf hann að vera hraðari. Hann hægði alvarlega á spilinu og fyrstu 25 mínúturnar spilaði hann bara til baka," sagði Schmeichel.

„Þetta voru vonbrigði fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Ég skil ekki hlutverk hans í liðinu. Meira segja þegar Ole (Gunnar Solskjær) gerði skiptingar og setti Pogba framar þá gerðist ekki mikið."

„Það komu tvær mjög góðar sendingar frá Pogba í leiknum en það voru tvær, ekki fimmtán. Ég sé það sem vandamál. Hann tekur svo mikla athygli. Það er eins og hann sé vandræðabarn í þessu liði."

Athugasemdir
banner
banner
banner