Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 01. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Sigurður framlengir við Val
Svenni á æfingu með Antoni Ara.
Svenni á æfingu með Antoni Ara.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sveinn Sigurður Jóhannesson er búinn að framlengja samning sinn við Val út sumarið 2021.

Svenni er markvörður og í þriðja sæti í goggunarröðinni á Hlíðarenda. Hann gekk í raðir Vals í fyrra og hefur aðeins spilað tvo keppnisleiki, báða í bikar, síðan þá.

Svenni, sem er fæddur 1995, hóf ferilinn hjá Stjörnunni og þótti mikið efni. Auk þess að eiga 10 leiki að baki með Stjörnunni í efstu deild á hann leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann spilaði einn leik fyrir U19 og einn fyrir U21.

Hann hefur þó aðeins einu sinni verið með byrjunarliðssæti í meistaraflokki hér á landi, þegar hann varði mark Fjarðabyggðar í Inkasso-deildinni hálft sumarið 2016.

Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður Vals í sumar. Anton Ari Einarsson hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu á meðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner