Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. október 2019 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius Junior: Vorum ömurlegir í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Brasilíska ungstirnið Vinicius Junior hefur trú á því að Real Madrid komist upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir slæma byrjun.

Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð og gerði svo 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Club Brugge fyrr í kvöld. Vinicius spilaði síðustu 24 mínúturnar og fór í viðtal að leikslokum.

„Við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik en brugðumst vel við og stjórnuðum síðari hálfleiknum," sagði Vinicius, en Real var 0-2 undir í leikhlé.

„Við lærum af þessu, við verðum að bæta einbeitinguna okkar. Það er mikið af leikjum eftir og ég er viss um að við munum snúa aftur á sigurbraut og komast upp úr riðlinum.

„Gengi okkar í La Liga sýnir að við erum á réttri leið. Við gætum þess vegna unnið alla fjóra leikina sem við eigum eftir í riðlinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner