Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Torres orðaður við Schalke - Raul hafnaði tilboði
Mynd: Getty Images

Fernando Torres er sagður á óskalista Schalke en þýska félagið er í stjóraleit.


Þýski miðillinn Bild greinir frá því að Spánverjinn Raúl hafi hafnað því að taka við liðinu en hann lék með Schalke á sínum tíma en stýrir varaliði Real Madrid í dag. Félagið ætlar því að leita til Torres í staðinn.

Torres, fyrrum leikmaður Liverpool, Chelsea og Atletico Madrid, stýrir varaliði Atletico Madrid en forráðamenn Schalke trúa því að hans hugmyndafræði henti félaginu vel.

Schalke rak Karel Geraerts í síðustu viku en liðið hefur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu sex leikjunum í næst efstu deild í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner