Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. nóvember 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
100 leikja Trent Alexander-Arnold fær hrós frá Klopp
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold spilar sinn 100. leik með Liverpool þegar liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Alexander-Arnold spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildabikarnum gegn Tottenham 2016 og sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni gegn Manchester United árið 2017.

„Hann er ungur en hann er nú þegar reyndur. Þetta er yndisleg saga af mörgum ástæðum. Ég veit að allir í Liverpool hafa ólmir viljað sjá 'scouse' hetju í aðalliðinu," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Þegar hann spilaði sinn fyrsta leik sagði hann 'frábært en þetta snýst ekki um að spila einn leik. Þetta snýst um að spila 100.' Núna getum við talað um það og það hafa ekki verið margir slakir leikir hjá honum af þessum 100."

„Ég vona að hann haldist heill og í góðu standi því þá er framtíðin björt fyrir hann og okkur. Hann er frábær fyrirmynd."

Athugasemdir
banner
banner