Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 01. nóvember 2019 20:53
Elvar Geir Magnússon
Birkir með dramatískt jöfnunarmark í Katar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Al-Arabi, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, gerði 2-2 jafntefli við Al-Wakrah í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Al-Arabi og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann jafnaði 2-2 á sjöundu mínútu uppbótartímans.

Aron Einar Gunnarssonar er á meiðslalista Al-Arabi eins og flestir vita.

Það hefur hægst á stigasöfnun Al-Arabi en fyrir leikinn í dag hafði liðið tapað tveimur leikjum í röð.

Liðið er nú í fjórða sæti með 14 stig, sjö stigum frá Al-Rayyan.
Athugasemdir
banner
banner
banner