Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. nóvember 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Carragher: Rodgers mun aldrei taka við Man Utd
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers hefur verið að gera flotta hluti með Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, liðið situr nú í 3. sæti með 20 stig, 8 stigum á eftir toppliði Liverpool.

Jamie Carragher ræddi um næstu skref Rodgers sem knattspyrnustjóra. Carragher sem lagði skóna á hilluna árið 2013 spilaði í eitt ár undir stjórn Norður-Írans hjá Liverpool.

„Ég sé ekki fyrir mér að hann taki aftur við Liverpool, hann mun allavega aldrei taka við Man Utd vegna þess að hann var að þjálfa Liverpool."

„Ég get séð hann fyrir mér hjá Arsenal eða Chelsea eftir nokkur ár, hann hefur tengingu við Chelsea þar sem hann starfaði við þjálfun í akademíunni. Þetta eru félögin tvö sem mér finnst líklegt að hann gæti endað, kannski tekur hann bara við landsliði," sagði Jamie Carragher um Brendan Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner