fös 01. nóvember 2019 14:07
Magnús Már Einarsson
Emery ræðir fjarveru Xhaka - Þarf tíma til að jafna sig
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í dag að hann ætli ekki að láta Granit Xhaka spila gegn Wolves á morgun.

Eins og flestir vita var baulað á Xhaka þegar hann var tekinn af velli í jafnteflisleik gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Xhaka brást reiður við, sendi merkjagjöf í átt að stúkunni og kallaði 'fokk off'. Hann reif sig svo úr treyjunni áður en hann óð beint inn í klefa.

Stuðningsmenn Arsenal voru allt annað en sáttir við hegðun fyrirliðans og kallað hefur verið eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu. Sjálfur gaf Xhaka út yfirlýsingu vegna málsins í gær.

„Fyrst kemur persónan, manneskjan. Eins og allir þá telur Xhaka að út af þessum málum þurfi hann tíma til að jafna sig," sagði Emery á fréttamannafundinum í dag.

„Hann baðst afsökunar. Hann bað stuðningmenn og alla afsökunar. Núna er einbeiting á leiknum."

„Það er ekki í huga mínum að láta hann spila á morgun. Ég er að hugsa um morgundaginn og hann mun ekki spila. Núna þurfum við að einbeita okkur 100% að leiknum."


Emery vildi ekki tjá sig um það hvort Xhaka haldi fyrirliðabandinu en hann segir að það komi líklega í ljós eftir helgi.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Xhaka: Mér og fjölskyldu minni hótað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner