Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. nóvember 2019 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Giggs: Snerist um að koma boltanum til Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og fyrrum stjarna Manchester United, útskýrði einfalt undirstöðuatriði í leikskipulagi Man Utd þegar Cristiano Ronaldo var hjá félaginu og spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Giggs segir að leikskipulagið hafi að miklum hluta snúist um að koma knettinum til Ronaldo með einum eða öðrum hætti, því hann var óviðráðanlegur á hægri kantinum.

„Þetta snerist mikið um að koma knettinum til Cristiano sem fyrst útaf því að hann gat skaðað andstæðingana," sagði Giggs og útskýrði einnig myndrænt eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

„Hann var svo kröftugur og snöggur að hann gat gert það sem hann vildi. Hann var algjör martröð fyrir bakverðina sem mættu honum.

„Það var oft ég sem kom boltanum á Cristiano en stundum kom ég boltanum á Wayne (Rooney) og hann svo á Cristiano. Stundum kom ég boltanum á Michael (Carrick) og hann svo á Cristiano."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner