Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 01. nóvember 2019 09:21
Magnús Már Einarsson
Haaland orðaður við Man Utd - Liverpool með tvö lið?
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Emre Can í janúar?
Hvert fer Emre Can í janúar?
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru í föstudagsgír. Njótið þess að skoða slúðurpakka dagsins!



Manchester United hefur áhuga á Lautaro Martinez (22) framherja Inter en hann kostar 95,6 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Manchester City er á meðal félaga sem vilja fá rúmenska framherjann Florinel Coman (21) frá Steaua Búkarest. (Mail)

Emre Can (25), miðjumaður Juventus, má fara annað í janúar en Manchester United, Bayern Munchen og PSG eru að berjast um þennan fyrrum leikmann Liverpool. (Mirror)

Liverpool er að íhuga að stilla upp tveimur mismunandi liðum sama daginn. Erfitt er að finna leikdag fyrir leikinn gegn Aston Villa í 8-liða úrslitum deildabikarsins vegna HM félagsliða. Liverpool gæti stillt upp ungu liði gegn Aston Villa en verið með aðallið sitt á HM í Katar. (Mirror)

Manchester United og Juventus eru í bílstjórasætinu í baráttunni um Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg. Haaland verður mögulega seldur næsta sumar en Manchester City, Real Madrid eru líka á meðal þeirra 20 félaga sem eru á eftir honum. (Guardian)

Norwich gæti keypt Alex Kral (21) miðjumann Spartak Moskvu. (Norwich Evening News)

Juventus er að skoða Tahith Chong, miðjumann Manchester United, en hann verður samningslaus næsta sumar. (Mail)

Roma vill kaupa Chris Smalling (29) frá Manchester United næsta sumar á 18 milljónir punda. Smalling er í láni hjá Roma. (Corriere dello Sport)

Crystal Palace er á meðal þeirra félaga sem vilja fá Rhian Brewster (19) á láni frá Liverpool í janúar. (Sun)

Inter er að skoða Matteo Darmian (29) bakvörð Parma. (Gazzetta dello Sport)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, segir að Edinson Cavani (32) sé ekki fullkomlega sáttur í herbúðum félagsins. Cavinson hefur verið á bekknum að undanförnu eftir að hafa komið til baka eftir meiðsli. (Le Parisien)

Middlesbrough hefur sagt leikmönnum sínum að þeir verði að taka á sig hressilega launalækkun til að vera áfram hjá félaginu. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner